Okkar starfsemi

Okkar vörur

Bókar heimilisbókhald merki

Bókar heimilisbókhald

Einfaldar heimilisbókahldið með bókun inn- og útgjalda í stafrænu, netvistuðu formi. Endurteknar færslur gera rakningu reikninga auðvelda og bankatengingar flytja sjálfkrafa inn færslur af veltureikningum heimilisins.

Hýstu.is

Hýstu.is örvefahýsing

Býður viðskiptavinum fría vefhýsingu á meðan notkun er innan rausnarlegu notkunartakmarkanna sem upp á er boðið. Viðskiptavinir hafa svo kost á því að uppfæra takmörk þar sem þeir eru að fara yfir, þegar þarf.

Spilabox leikjaþjónahýsing merki

Spilabox leikjaþjónahýsing

Hýsir leikjaþjóna hérlendis, frekar en erlendis eins og samkeppnisaðilar gera, fyrir viðskiptavini. Markaðssett til fólks á öllum aldri að leita sér að fljótri og einfaldri leið til að spila saman netleiki í einkaumhverfi.

Allar vörur Spaugs eru einhverskonar hugbúnaðarvörur, hvort sem það sé hugbúnaður sem þjónusta (SaaS) eða önnur þjónusta sem byggir mikið á undirliggjandi hugbúnaði til þess að vera starfhæf.

Áhersla er lögð á að vörur Spaugs nýtist á Íslenskum markaði fyrst og fremst og því má sjá það ákveðna mynstur í vörum Spaugs að varan er markaðssett til íslendinga og nýtist íslendingum best. Til dæmis má taka fyrir Spilabox þar sem áhersla er lögð á að þjónustan sé "afgreidd" hérlendis og þannig geta viðskiptavinir reitt sig á að svartími þjónustunnar haldist lágur og gögn hennar séu geymd innan íslenskrar lögsögu.

Önnur þjónusta

Vefsíðugerð

Við smíðum fallega vefi af öllum stærðum og gerðum fyrir kúnna úr öllum markhópum.

Hugbúnaðarþróun

Þróun á sérsniðnum hugbúnaði fyrir kúnna af öllum stærðum og gerðum, t.d. innri vefir o.fl.

Vöruþróun

Ráðgjöf og þjónusta við þróun á nýjum hubúnaðarvörum. Okkar menn aðstoða við eða sjá um ferlið frá byrjun til (ó)enda.

Hýsing

Hýsing á öllu milli himins og jarðar, hérlendis. Spaugur sér um hýsinguna og uppsetninguna á vefum, kerfum, o.fl.

Spaugur sinnir því aðalhlutverki að reka og hafa umsjón með sínum eigin vörum en nýtir einnig sérhæfni sína í hugbúnaðarbundnum rekstri til þess að þjónusta þriðju aðila með ýmislegt.

Öll þjónusta Spaugs er veitt með það í huga að Spaugur sjái um það sem verið er að gera að öllu, mestu, eða einherju leiti. Til dæmis má nefna vefsíðugerðina þar sem menn Spaugs sjá um þróun vefs hjá viðkomandi viðskiptavini og veita ráðgjöf til viðskiptavinar varðandi útlit, uppsetningu, o.s.fr.v. Eins má nefna hýsingarþjónustuna þar sem Spaugur veitir ekki aðeins aðgang að hýsingarumhverfi heldur sér einnig um uppsetningu hýsingarinnar fyrir það sem verið er að hýsa, hvort sem það er vefur eða annarskonar hugbúnaður eða hvaðeina. Þjónusta af þessu tagi þekkist einnig undir nafninu "managed service" á ensku.

Liggi áhugi fyrir þjónustu af þessu tagi eru menn hvattir til þess að hafa samband í síma 785 2023 eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Enga feimni! Okkur finnst gaman að spjalla!

Þjónustuaðgengi

Stundum kemur fyrir að félagið sé upptekið við önnur verkefni og geti ekki sinnt öðrum verkefnum í millitíðinni. Þetta er því miður raunveruleiki sem á þarf að takast við þegar verið er að reka lítið fyrirtæki eins og Spaug. Í þessum tilfellum bjóðum við viðskiptavinum að fá þjónustuna veitta seinna, þegar tími er til, séu þeir ákveðnir að velja Spaug. Annars stundum við heiðarleg vinnubrögð og látum vita að álagið sé of mikið eins og er og hvetjum kúnna til að hafa samband við önnur fyrirtæki í sama geira.